Meirihluti áfram gegn ESB-aðild

Norden.org

Mik­ill meiri­hluti Norðmanna er sem fyrr and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem fyr­ir­tækið Sentio gerði fyr­ir norsku dag­blöðin Nati­on­en og Klassekam­pen.

Sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni eru 70,5% Norðmanna and­víg aðild að ESB en 17,8% henni hlynnt. Meiri­hluti kjós­enda allra stjórn­mála­flokka í Nor­egi er á móti aðild. Þar með talið kjós­end­ur Hægri­flokks­ins sem er hlynnt­ast­ur inn­göngu í sam­bandið. 29,9% kjós­enda flokks­ins styðja aðild að ESB en 60% eru hins veg­ar á móti henni.

Mest andstaða er á meðal kjós­enda norska Miðflokks­ins en ein­ung­is 4,1% þeirra styður aðild að ESB. Mest­ur stuðning­ur er hins veg­ar á meðal kjós­enda Ven­stre en fjór­ir af hverj­um tíu kjós­end­um hans styðja aðild.

Frá þessu er greint á frétta­vefn­um Abcnyheter.no

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka