Pútin vill skipta Úkraínu

Ekkert bendir til að Putin ætli að breyta um stefnu …
Ekkert bendir til að Putin ætli að breyta um stefnu í málefnum Úkraínu. MIKHAIL KLIMENTYEV

Putin, forseti Rússlands, vill að búið verði til sjálfstætt ríki í Austur-Úkraínu. Hann sagði í samtali við rússnesk fjölmiðla í dag að það yrði að hlusta á kröfur íbúa á svæðinu.

Evrópusambandi hefur gefið Rússlandi eina viku til að breyta um stefnu í málefnum Úkraínu, en sambandið sakar Rússa um að styðja uppreisnarmenn í A-Úkraínu með því að senda þeim vopn, peninga og þjálfa hermenn. Ekki var hægt að greina á orðum Pútins í dag að hann ætlaði að breyta um stefnu.

Putin sagði að Rússland gæti ekki staðið hjá þegar verið væri að drepa saklaust fólk. Hann sagði að viðbrögð uppreisnarmanna væri eðlileg. Þeir væru að verja hendur sínar. Putin sagði ómögulegt að segja hvenær átökunum í Úkraínu myndi ljúka.

Stjórnvöld í Úkraínu segjast hafa handtekið 10 rússneska hermenn sem hafi barist með uppreisnsarmönnum í A-Úkraínu. Fjölmiðlar í Rússlandi segja að þessir hermenn séu nú komnir heim og skipt hafi verið á þeim og 63 hermönnum frá Úkraínu sem hafi verið teknir til fanga.

Um 2.600 manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu síðan stríðið hófst í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert