Pútin vill skipta Úkraínu

Ekkert bendir til að Putin ætli að breyta um stefnu …
Ekkert bendir til að Putin ætli að breyta um stefnu í málefnum Úkraínu. MIKHAIL KLIMENTYEV

Put­in, for­seti Rúss­lands, vill að búið verði til sjálf­stætt ríki í Aust­ur-Úkraínu. Hann sagði í sam­tali við rúss­nesk fjöl­miðla í dag að það yrði að hlusta á kröf­ur íbúa á svæðinu.

Evr­ópu­sam­bandi hef­ur gefið Rússlandi eina viku til að breyta um stefnu í mál­efn­um Úkraínu, en sam­bandið sak­ar Rússa um að styðja upp­reisn­ar­menn í A-Úkraínu með því að senda þeim vopn, pen­inga og þjálfa her­menn. Ekki var hægt að greina á orðum Pút­ins í dag að hann ætlaði að breyta um stefnu.

Put­in sagði að Rúss­land gæti ekki staðið hjá þegar verið væri að drepa sak­laust fólk. Hann sagði að viðbrögð upp­reisn­ar­manna væri eðli­leg. Þeir væru að verja hend­ur sín­ar. Put­in sagði ómögu­legt að segja hvenær átök­un­um í Úkraínu myndi ljúka.

Stjórn­völd í Úkraínu segj­ast hafa hand­tekið 10 rúss­neska her­menn sem hafi bar­ist með upp­reisns­ar­mönn­um í A-Úkraínu. Fjöl­miðlar í Rússlandi segja að þess­ir her­menn séu nú komn­ir heim og skipt hafi verið á þeim og 63 her­mönn­um frá Úkraínu sem hafi verið tekn­ir til fanga.

Um 2.600 manns hafa fallið í átök­un­um í Úkraínu síðan stríðið hófst í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert