Vilja senda vopn til Úkraínu

Átökin í Úkraínu hafa staðið yfir í fjóra mánuði.
Átökin í Úkraínu hafa staðið yfir í fjóra mánuði. AFP

Valdamiklir bandarískir öldungadeildarþingmenn vilja að bandarísk stjórnvöld sendi vopn til Úkraínu til að aðstoða þarlend stjórnvöld í baráttu gegn „rússneskri innrás“, líkt og þingmennirnir orða það.

Robert Menendez, formaður utanríkismálanefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði að mæta viðbrögðum vegna þess yfirgangs sem Pútín hafi sýnt.

Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain segir að um Rússar hafi ráðist inn í Úkraínu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Pútín lagði til í dag að menn myndu ræða möguleikann á að koma á fót sérstöku ríki í austurhluta Úkráinu.

Stríðsátök brutust út í austurhluta landsins í apríl sl. eftir að Rússar innlimuðum Krímskaga í mars. Alls hafa um 2.600 fallið í átökunum. 

Aðskilnaðarsinnar, sem eru hliðhollir Rússum, hafa undanfarna daga verið að sækja í sig veðrið í baráttu sinni gegn stjórnarhersveitum, bæði í Donetsk- og Lúgansk-héraði. Einnig hafa þeir náð svæðum á sitt vald í nágrenni við hafnarborgina Mariupol. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert