Bretar í flestum tilfellum tapað

AFP

Bresk­ir þing­menn á Evr­ópuþing­inu hafa í lang­flest­um til­fell­um orðið und­ir í at­kvæðagreiðslum í þing­inu þegar þeir hafa lagst gegn nýrri laga­setn­ingu sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar á veg­um bresku hug­veit­unn­ar Bus­iness for Britain.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að á tíma­bil­inu 2009-2014 hafi 1.936 at­kvæðagreiðslur farið fram á Evr­ópuþing­inu. Meiri­hluti þing­manna Bret­lands hafi lagst gegn viðkom­andi laga­setn­ingu í 576 þeirra en í 485 til­fell­um var hún engu að síður samþykkt með at­kvæðum þing­manna annarra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Þannig hafi bresku þing­menn­irn­ir orðið und­ir í 86% til­fella þegar þeir hafi lagst gegn setn­ingu laga.

Fyrr á ár­inu var greint frá ann­arri rann­sókn hug­veit­unn­ar þar sem kom fram að öll þau mál sem Bret­ar hefðu greitt at­kvæði gegn í ráðherr­aráði ESB frá ár­inu 1996 hefðu þrátt fyr­ir and­stöðu þeirra verið samþykkt og í kjöl­farið orðið að bresk­um lög­um. 

Frétt mbl.is: Höfn­un Breta engu skilað

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert