Tóku annan blaðamann af lífi

Steven Sotloff.
Steven Sotloff. Skjáskot úr myndbandinu.

Ríki íslams birti myndband á netinu í dag þar sem grímuklæddur liðsmaður samtakanna sést hálshöggva bandarískan blaðamann og hóta að drepa breskan fanga. Áður höfðu samtökin tekið bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi með sama hætti fyrr í sumar.

Fram kemur í frétt AFP að á myndbandinu megi sjá blaðamanninn Steven Sotloff á hnjánum klæddan í appelsínugulan samfesting í eyðimerkurlandslagi. Grímuklæddi maðurinn fordæmi loftárásir Bandaríkjanna á Ríki íslams og skeri Sotloff síðan á háls. Hann sýni síðan annan fanga sem sagður sé breskur. Ekki hefur verið staðfest að myndbandið sé ósvikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka