Tóku annan blaðamann af lífi

Steven Sotloff.
Steven Sotloff. Skjáskot úr myndbandinu.

Ríki íslams birti mynd­band á net­inu í dag þar sem grímu­klædd­ur liðsmaður sam­tak­anna sést háls­höggva banda­rísk­an blaðamann og hóta að drepa bresk­an fanga. Áður höfðu sam­tök­in tekið banda­ríska blaðamann­inn James Foley af lífi með sama hætti fyrr í sum­ar.

Fram kem­ur í frétt AFP að á mynd­band­inu megi sjá blaðamann­inn Steven Sotloff á hnján­um klædd­an í app­el­sínu­gul­an sam­fest­ing í eyðimerk­ur­lands­lagi. Grímu­klæddi maður­inn for­dæmi loft­árás­ir Banda­ríkj­anna á Ríki íslams og skeri Sotloff síðan á háls. Hann sýni síðan ann­an fanga sem sagður sé bresk­ur. Ekki hef­ur verið staðfest að mynd­bandið sé ósvikið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert