Útbreiðsla hryðjuverka af höndum íslamista í Írak og Sýrlandi, og hundruðir dauðsfalla í blóðugri baráttu um framtíð Úkraínu, gerir þessa stund mikilvæga fyrir aðildarríki NATO, að sögn leiðtoga sambandsins.
„Við hittumst á mikilvægum tíma í sögu bandalagsins okkar,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands fyrr í dag. „Heimurinn stendur frammi fyrir mörgum hættulegum og vaxandi ógnum, og það er algjörlega ljóst að NATO er nauðsynlegt fyrir framtíðina, eins og það hefur verið í fortíðinni.“
Í dag hófst tveggja daga leiðtogafundur NATO í Newport í Wales til að ræða breyttar aðstæður í öryggismálum aðildarríkjanna eftir hótanir frá Miðausturlöndunum og Úkraínu, og jafnframt um framtíð Afganistan.
Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen sagði að bandalagið „myndi taka mikilvægar ákvarðanir til að stuðla að öryggi þjóðanna, og til að halda mikilvæga sambandinu á milli Evrópu og Norður-Ameríku sterku og byggja stöðugleika í hættulegum heimi.“
Rasmussen sagði að leiðtogafundurinn væri einn sá allra mikilvægasti í sögu Atlantshafsbandalagsins og fundurinn færi fram á miklum óvissutímum.
Von er á því að friðaráætlun, sem hefur verið til umræðu hjá Úkraínu og Rússlandi, komi til framkvæmda á föstudag að sögn Petro Poroshenko, forseta Úkraínu.
Frétt mbl.is: NATO stendur með Úkraínumönnum