Undirbúa frekari aðgerðir gegn Rússum

00:00
00:00

Leiðtog­ar Nató-ríkj­anna ræddu í dag til­lög­ur sem miðað að því að herða enn refsiaðgerðir gegn Rúss­um vegna stuðnings þeirra við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þetta kom fram í frétt BBC í kvöld.

Bú­ist er við að efna­hagsþving­an­ir í garð Rússa verði kynnt­ar á morg­un, en þá lýk­ur leiðtoga­fundi Nató sem hófst í Wales í dag. Í frétt BBC seg­ir að aðgerðirn­ar bein­ist gegn fjár­mála­kerfi Rúss­lands, orkuiðnaði Rússa og her­gagna­fram­leiðslu.

Leiðtog­ar Nató við Petro Poros­hen­ko for­seta Úkraínu um hernaðarátök­in og sam­skipt­in við Rúss­land. Í yf­ir­lýs­ingu fund­ar­ins kem­ur fram að hernaðar­inn­grip og aðgerðir Rússa í Úkraínu ógni ör­yggi Evr­ópu og séu brot á alþjóðalög­um. Leiðtog­arn­ir áréttuðu stuðning sinn við full­veldi og sjálf­stæði Úkraínu og hvöttu rúss­nesk stjórn­völd til að láta af aðgerðum sín­um og styðja friðsam­lega lausn mála.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Nató, ræðir við Petro Poroshenko, forseta …
And­ers Fogh Rasmus­sen, fram­kvæmda­stjóri Nató, ræðir við Petro Poros­hen­ko, for­seta Úkraínu. LEON NEAL
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert