Leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (Front National), Marine Le Pen, fengi 54% atkvæða ef forsetakosningar færu fram um þessar mundir og sigra sitjandi forseta, Francois Hollande, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Ifop gerði.
Fram kemur í frétt Euobserver.com að vinsældir Hollande hafi minnkað mikið undanfarin misseri og enn hafi aukið á óvinsældir hans í þessari viku eftir að fyrrverandi unnusta hans, Valerie Trierweiler, gaf út bók þar sem dregin er upp sú mynd af honum að hann hafi engan áhuga á að vinna að hagsmunum þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Hollande er frambjóðandi franskra sósíalista.