Dáist að Pútín

Marine Le Pen
Marine Le Pen AFP

Á sama tíma og Evrópusambandið og Bandaríkin boða frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi segist Marine Le Pen, leiðtogi Front National, dást að Vladimír Pútín, Rússlandsforseta.

Í viðtali við Le Monde segir Le Pen dást að Pútín að ákveðnu leyti. Það skipti miklu hvernig hann tekur á efnahagsmálum. 

Hún segir að rekja megi ástandið í Úkraínu til Evrópusambandsins og mistaka þess. Þar vísar hún til samningaviðræðna forsvarsmanna ESB um viðskiptasamning við Úkraínu þar sem stjórnvöld þurftu að velja á milli Evrópu og Rússlands.

Le Pen segist reiðubúin til að taka við sem forsætisráðherra Frakklands hvenær sem er og koma á umbótum í stjórnmálum sem Frakkar bíða eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert