Fyrrverandi forseti Egyptalands, Mohammed Morsi, hefur verið ákærður fyrir að hafa látið skjöl sem varða þjóðaröryggi til Katar, segir ríkissaksóknari Egyptalands. Samskipti Egyptalands og Katar hafa versnað mjög eftir að Morsi var hrakinn frá völdum í júlí í fyrra.
Stjórnvöld í Katar styðja Bræðralag múslíma, flokks Morsis sem nú hefur verið bannaður. Morsi hefur verið ákærður fyrir mörg brot, svo sem njósnir.