Fá 4,9 milljarða í bætur

Borgarstjóri New York Bill de Blasio
Borgarstjóri New York Bill de Blasio AFP

Alríkisdómstóll í New York hefur staðfest samkomulag um að fimm menn sem voru ranglega dæmdir fyrir hrottalega nauðgun í Miðgarði (Central Park) fái greidda 41 milljón Bandaríkjadala, 4,9 milljarða króna, í bætur.

Mennirnir, sem eru allir þeldökkir á hörund eða af rómönskum uppruna og bjuggu í Harlem hverfinu, voru dæmdir fyrir að hafa nauðgað 28 ára gamalli konu, Trisha Meili, sem var að hlaupa í garðinum að kvöldlagi í apríl 1989, og bar­ið hana svo harka­lega að hún var nærri dauða en lífi þegar hún fannst. Meili lifði árás­ina af, en mundi hvorki eft­ir henni né árás­ar­mann­in­um.

Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, fagnaði niðurstöðunni en hver þeirra mun fá um 1 milljón dala fyrir hvert ár sem þeir þurftu að afplána. Forveri hans í starfi, Michael Bloomberg, hafði barist fyrir því að réttlætið næði fram að ganga í málinu á sínum tíma. 

„Með samþykki alríkisdómara í dag getum við loksins lokið þessu máli og mennirnir fimm og fjölskyldur þeirra einbeitt sér að því að reyna að lækna sárin og halda lífinu áfram,“ sagði Blasio í gærkvöldi.

Pilt­arn­ir voru margsinn­is yf­ir­heyrðir án þess að hafa lög­menn eða for­eldra sína viðstadda og voru sak­felld­ir þrátt fyr­ir mikl­ar glopp­ur í mál­flutn­ingi ákæru­valds­ins og skort á DNA-sýn­um.

Málið hef­ur vakið mikla at­hygli og var m.a. um­fjöll­un­ar­efni mynd­ar­inn­ar „The Central Park Five“ sem sýnd var á Cann­es-kvik­mynda­hátíðinni árið 2012.

Borgaryfirvöld hafa ekki viðurkennt að mistök hafi átt sér stað og segir lögmaðurinn Zachary Center að bæði lögreglan sem rannsakaði málið og saksóknari hafi unnið vinnu sína rétt.

Mennirnir fimm voru allir á unglingsaldri þegar þeir voru dæmdir og þurftu þeir að dúsa sex til þrettán ár í fangelsi fyrir glæpinn sem þeir frömdu ekki. Það var ekki fyrr en raðnauðgari nokk­ur viður­kenndi að nauðgað konunni á sínum tíma að þeir voru látnir lausir úr fangelsi.

Milljarðar í bætur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert