Árásir við stíflu í Haditha

Íraskir sjítar í baráttu gegn liðsmönnum Ríkis íslam.
Íraskir sjítar í baráttu gegn liðsmönnum Ríkis íslam. Mynd/AFP

Bandaríkjamenn hafa nú í morgun gert loftárásir á liðsmenn Ríkis íslams (IS) við stóra stíflu í bænum Haditha í norðurhluta Íraks. Svæðið er hernaðarlega mikilvægt og hafa liðsmenn IS lengi reynt að ná yfirráðum þar. Sem stendur eru það íraskar hersveitir sem stjórna þar. Árásirnar í dag eru til þess fallnar að vernda þær írösku sveitir. 

Liðsmenn IS hafa lagt mikla árherslu á að ná yfirráðum yfir stíflum í landinu. Hafa þeir hingað til náð bæði stíflunum í Fallujah og Mosúl. Stíflan í Haditha er stærsta stífla landsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert