Banna hugsanlega flug yfir Rússlandi

Átökin í austurhluta Úkraínu hafa kostað um 2.600 manns lífið …
Átökin í austurhluta Úkraínu hafa kostað um 2.600 manns lífið frá því í apríl. AFP

Forsætisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev, segir að alþjóðlegt flug í gegnum landhelgi Rússlands verði ekki leyft, láti Evrópusambandið verða af refsiaðgerðum gegn landinu.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að að Evrópusambandið muni fljótlega greina frá því hvort af aðgerðunum verði. 

Átökin í austurhluta Úkraínu hafa kostað um 2.600 manns lífið frá því í apríl. Samið var um vopnahlé á föstudaginn til bráðabirgða. Petro Porosén­kó, for­seti Úkraínu, sagði að úkraínsk stjórn­völd og full­trú­ar aðskilnaðarsinna hefðu und­ir­ritað bráðabirgðasam­komu­lag um vopna­hlé.

Vest­ur­veld­in ræða nú frek­ari refsiaðgerðir gagn­vart stjórn­völd­um í Rússlandi. Vest­ur­veld­in saka Rússa um að senda vopn og her­menn til Úkraínu, en rúss­nesk­u her­menn­irn­ir eru sagðir berj­ast við hlið aðskilnaðarsinn­a. Þessu neita stjórn­völd í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert