Þingmaður breska Verkamannaflokksins lést á sjúkrahúsi í bænum Slupsk í norðurhluta Póllands í dag en hann hafði verið viðstaddur verðlaunaafhendingu í bænum. Þingmaðurinn, Jim Dobbin, var 73 ára að aldri.
Fram kemur í frétt AFP að Dobbin hafi fundið fyrir vanlíðan á hótelinu sem hann og eiginkona hans gistu á í Slupsk. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir sjúkrabifreið sem hafi flutt þingmanninn á sjúkrahúsið þar sem hann hafi látist.
Dobbin var af skoskum ættum og var fyrst kjörinn á þing árið 1997.