Rússar ákæra Eista fyrir njósnir

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Rússnesk yfirvöld hafa ákært eistneskan lögreglumann fyrir njósnir en ráðamenn í Eistlandi saka Rússa á móti um að hafa rænt lögreglumanninum af eistnesku yfirráðasvæði. Deilan þegar valdið mikilli spennu í samskiptum Rússlands og Eistlands.

Fram kemur í frétt AFP að lögreglumaðurinn, Eston Kohver, eigi yfir höfði sér fangelsi í allt að tvo áratugi verði hann fundinn sekur um njósnir. Evrópusambandið hefur krafist þess að Rússar láti lögreglumanninn lausan. Haft er eftir talsmanni sambandsins að embættismenn þess í Moskvu væru í sambandi við rússnesk stjórnvöld vegna málsins.

Lögfræðingur Kohvers hefur ekki enn fengið að ræða við hann en lögreglumaðurinn er vistaður í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu sem áður var notað til þess að hýsa þá sem sættu rannsókn af hálfu leyniþjónustu Rússlands. Hann gæti því ekki upplýst hvernig málið sæi við skjólstæðingi sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert