Hermenn fordæma misþyrmingar

Ísraelskir hermenn við störf í sumar.
Ísraelskir hermenn við störf í sumar. JACK GUEZ

43 liðsmenn og fyrrum meðlimir sérsveitar Ísraelhers hafa nú fordæmt meintar misþyrmingar á Palestínumönnum á hernumdum svæðum í opnu bréfi sem var gefið út í dag.

Bréfið er skrifað til forsætisráðherra Ísrael, yfirmanna hersins og sérsveitarinnar og var því dreift til fjölmiðla í dag.

Þeir sem skrifuðu undir bréfið hafa nú neitað að taka þátt í misþyrmingum Ísraelshers í framtíðinni. 

„Það er enginn munur á Palestínumönnum sem taka þátt í ofbeldi, og þeim sem gera það ekki,“ stóð m.a. í bréfinu. „Upplýsingum sem er safnað og geymdar skaða saklaust fólk. Þær eru notaðar til pólitískra ofsókna og til þess að skapa skiptingu meðal Palestínumanna.

Við getum ekki haldið áfram að þjóna þessu kerfi með góðri samvisku, neitandi milljónum manna um réttindi sín,“ stóð í bréfinu. 

Þeir sem stóðu að bréfinu skrifuðu aðeins stöðu sína innan hersins og skírnarnafn eða upphafsstafi. 

„Þeir okkar sem eru enn liðsmenn neita að taka þátt í aðgerðum ríkisins gegn Palestínumönnum,“ sagði í bréfinu. „Við hvetjum alla hermenn sem þjóna kerfinu ásamt öllum borgurum Ísraels til þess að mótmæla þessu óréttlæti og gera eitthvað til þess að því ljúki.“

Bréfið hefur vakið blendnar tilfinningar í Ísrael. Fyrrum yfirmaður í hernum, Hanan Gefen ásakaði höfunda bréfsins um trúnaðarbrest. „Ef þetta er satt og ég væri enn yfirmaður myndi ég láta yfirheyra þá alla og krefjast þess að þeir fari í fangelsi. Jafnframt myndi ég fjarlægja þá alla úr sérsveitinni,“ sagði Gefen í samtali við dagblaðið Maariv í dag. 

„Þeir eru að nota upplýsingar sem þeir fengu í starfi sínu til þess að tjá sig um pólitískar skoðanir sínar.“

Einn þeirra sem skrifaði undir bréfið, sagði í samtal við dagblaðið Yediot Aharonot að þetta hafi snúist um samviskubit. „Ég held að allir þeir sem skrifuðu undir bréfið gerðu það því við vorum hættir að geta sofið á nóttunni,“ sagði hann meðal annars. 

Flestir ísraelskir karlmenn starfa í hernum í að minnsta kosti þrjú ár en það er herskylda í landinu eftir menntaskóla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert