David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tjáði sig í kvöld um aftöku Ríkis Íslam á hjálparstarfsmanninum David Haines. Cameron sagði sýna morðið „einskæra illsku“ liðsmanna hryðjuverkasamtakanna og að hann muni gera allt sem hans valdi stendur til að koma böndum yfir ódæðismennina.
„Að myrða saklausan hjálparstarfsmann er viðurstyggilegt og skelfilegt,“ sagði Cameron í yfirlýsingu. „Við munum leggja allt kapp á að koma böndum yfir morðingja Haines og sjá til þess að þeir verði gerðir ábyrgir gjörða sinna, sama hversu langan tíma það tekur.“
Hryðjuverkahópurinn Ríki Íslam birti í kvöld myndband af aftöku Haines. Hópurinn lýsti því yfir að Haines hefði verið gerður höfðinu styttri sökum þess að Cameron hefur heitið stuðningi við Bandaríkin í stríðinu gegn Ríki Íslam.