Þýskir evruandstæðingar í sókn

Bjoern Höcke, frambjóðandi AfD í Thuringen.
Bjoern Höcke, frambjóðandi AfD í Thuringen. AFP

Þýski stjórn­mála­flokk­ur­inn AfD vann sig­ur í dag í þing­kosn­ing­um í tveim­ur ríkj­um í aust­ur­hluta Þýska­lands sam­kvæmt út­göngu­spám en helsta stefnu­mál flokks­ins er að Þjóðverj­ar segi skilið við evr­una og taki upp þýska markið sem gjald­miðil sinn á nýj­an leik.

Flokk­ur­inn AfD, eða Val­kost­ur fyr­ir Þýska­land, var stofnaður fyrr á þessu ári og náði góðum ár­angri í kosn­ing­um til Evr­ópuþings­ins síðasta vor. Flokk­ur­inn hlaut 10% í kosn­ingu í Thur­ingen og 12% í Brand­en­burg. Fyr­ir tveim­ur vik­um fékk flokk­ur­inn að sama skapi þing­sæti á rík­isþingi Sax­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert