Úkraínska þingið hefur samþykkt ný lög sem mun auka sjálfstjórn héraða í austurhluta landsins sem eru undir stjórn aðskilnaðarsinna. Þá hefur þingið veitt þeim sem hafa barist í stríðinu almenna sakaruppgjöf.
Aðgerðirnar eru í samræmi við vopnahléssamkomulag sem var undirritað 5. september sl. af þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta, og Petro Porosénkó, forseta Úkraínu.
Sakaruppgjöfin nær til aðskilnaðarsinna í héruðunum Donetsk og Lúgansk. Hún tekur hins vegar ekki til þeirra sem bera ábyrgð á því að malasísk farþegaflugvél var skotin niður í júlí sl.
Þá hefur Evrópuþingið og úkraínska þingið samþykkt að staðfesta samstarfssamning Úkraínu og ESB, sem er sagður marka tímamót.