Frakkar hefja loftárásir í Írak

Forseti Frakklands, Francois Hollande, er hann tilkynnti fyrstu loftárás Frakka …
Forseti Frakklands, Francois Hollande, er hann tilkynnti fyrstu loftárás Frakka á Ríki íslams í dag. AFP

Frakkland hóf loftárásir sínar á Ríki íslams í Írak í dag. Frakkland er fyrsta þjóðin sem tekur þátt í baráttu Bandaríkjanna gegn samtökunum með loftárásum. 

„Klukkan 9:40 í morgun hófust fyrstu loftárásir okkar á bækistöðvar Ríkis íslams,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakklands í dag.

Loftárásir Frakka munu að mestu leyti eiga sér stað í norðaustur Írak. Hollande sagði jafnframt að skotmörk árásanna hafi gjöreyðilagst í dag, þar á meðal bifreiðir og olíubirgðir samtakanna. 

Þrátt fyrir loftárásirnar síðustu vikur heldur Ríki íslams ennþá áfram að stuðla að ofbeldi og hrylling í Írak og Sýrlandi.

Í dag tilkynntu mannréttindasamtök í Sýrlandi að vígamenn Ríki íslams hafi tekið undir sig sextíu kúrdísk þorp, nálægt landamærum Íraks og Tyrklands í kjölfar bardaga sem stóð yfir í tvo daga. 

„Síðustu 48 klukkutíma hafa þeir tekið yfir 60 þorp, þar af 40 í dag,“ sagði m.a. í yfirlýsingu samtakanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert