Skotar hafna sjálfstæði

„Skot­land hef­ur ákveðið, á þessu stigi, að ger­ast ekki sjálf­stætt ríki,“ sagði Alex Salmond, for­sæt­is­ráðherra Skot­lands, þegar úr­slit­in í þjóðar­at­kvæðinu lágu fyr­ir. Kvaðst Salmond una niður­stöðunni en hann leiddi bar­áttu sjálf­stæðissinna.

Þegar taln­ingu í 30 sýsl­um af 32 var lokið höfðu sam­bands­sinn­ar fengið meiri­hluta at­kvæða og allt benti til að sjálf­stæði væri hafnað með 55% at­kvæða gegn 45%.

Þegar aðeins var eft­ir að telja í einu kjör­dæmi af 32  höfðu 1.914.187 manns greitt áfram­hald­andi veru í breska kon­ung­dæm­inu at­kvæði sitt en 1.539.920 vali ðsjálf­stæði Skot­lands. Þar með voru úr­slit feng­in því til að sigra þurfti 1.852.828 at­vkæði.

Eru niður­stöðurn­ar þær að 55,42% Skota vilja áfram vera þegn­ar Elísa­bet­ar drottn­ing­ar en 44,58% eru því mót­falln­ir. Kjör­sókn mæld­ist 84,4%.

Með þjóðar­at­kvæðinu lýk­ur tveggja ára bar­áttu sjálf­stæðissinna fyr­ir að fá að tjá hug sinn til framtíðar Skot­lands og segja frétta­skýrend­ur þá náð því fram, að Skot­land muni fá auk­inn sess í kon­ung­dæm­inu hér eft­ir.

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagðist í morg­un hafa rætt við Salmond og hrósað hon­um fyr­ir öfl­uga kosn­inga­bar­áttu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert