Eiginkona bresks leigubílstjóra, Alan Henning, sem er nú í haldi liðsmanns Íslamska ríkisins og hefur verið síðan í desember, hefur nú biðlað til þeirra sem hafa hann í haldi að sleppa honum lausum.
Henning ók sjúkrabíl með mat og vatni í Sýrlandi í desember í fyrra þegar hann var numinn á brott. Eiginkona hans segist hafa sent samtökunum nokkur skilaboð en ekki fengið svar.
Samtökin sendu frá sér myndband fyrir viku þar sem hótað var að leigubílstjórinn yrði drepinn. Í myndbandinu sást einnig þegar annar Breti, David Haines, var myrtur.
Í yfirlýsingu konunnar, sem birt er í heild sinni á vef breska ríkisútvarpsins, segir meðal annars: „Ég er Barbara Henning, eiginkona Alan Henning. Henning var tekinn til fanga í desember á síðasta ári og er haldið af Íslamska ríkinu. Henning er friðsæll, óeigingjarn maður sem fór frá fjölskyldu sinni og starfi sínu sem leigubílstjóri í Bandaríkjunum til að aka í bílalest alla leið til Sýrlands með vinum sínum og vinnufélögum, sem eru múslimar, til að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda.“