Páfinn segir öfgamenn misnota trú

Frans páfi í Albaníu í dag.
Frans páfi í Albaníu í dag. AFP

Frans páfi hefur gefið út að honum þyki öfgamenn um allan heim misnota trúarbrögð til að réttlæta ofbeldi. Þetta sagði hann þegar hann var í heimsókn í Albaníu í dag.

Tugir þúsunda Albana komu saman á opinni messu sem páfinn hélt í höfuðborginni, Tírana.

Páfinn lofaði „friðsamlega sambúð“ mismunandi trúarbragða í landinu, en meirihluti þjóðarinnar eru Múslímar sem búa þar samhliða kaþólikkum og kristnum mönnum. Þá sagði hann gagnkvæma virðingu Múslíma og kristinna manna í landinu vera „dýrmæta gjöf.“

„Þetta er sérstaklega raunin á þessum tímum þegar raunveruleg trú er mistúlkuð af öfgahreyfingum og þar sem trúarlegum fjölbreytileika er raskað,“ sagði hann. „Það getur enginn talið sig hermann Guðs þegar hann skipuleggur og framkvæmir ofbeldisverk og kúgun!“

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er páfinn talinn vitna í liðsmenn Ríkis íslam, sam­tök her­skárra íslam­ista, sem hafa farið eins og eld­ur um sinu í Sýr­landi og norður­hluta Íraks og drepið fjölda fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert