Allt að 70 þúsund manns, flestir sýrlenskir Kúrdar, hafa farið yfir landamæri Sýrlands að Tyrklandi frá því á föstudag. Fólkið óttast árásir samtakanna Ríkis Íslam.
Tyrkir opnuðu fyrir landamærin á föstudag, fyrir Sýrlendinga sem hafa flúið kúrdíska bæinn Kobane. Samtökin stjórna nú stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hafa hertekið fjölda bæja.
45 þúsund til Tyrklands á einni nóttu