Brýnt að bregðast við flóttamannavandanum

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segir að stjórnvöld í Tyrklandi verði að bregðast strax við og veita 130.000 sýrlenskum flóttamönnum aðstoð, en fólkið hefur flúið stríðsátökin í heimalandi sínu og farið yfir landamærin til Tyrklands á undanförnum dögum.

UNCHR segir að þetta sé mesti flóttamannastraumur frá Sýrlandi til nágrannalands á skömmum tíma, eða frá því átökin brutust út í Sýrlandi árið 2011. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að sýrlenskir Kúrdar flýi nú undan sókn liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams sem á undanförnum mánuðum hefur náð stórum landsvæðum í Írak og í Sýrlandi á sitt vald.

Liðsmenn samtakanna eru sagðir við það að ná sýrlenska bænum Kobane, sem er einnig þekktur sem Ayn al-Arabon, á sitt vald. 

Frá því uppreisnin gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hófst fyrir þremur árum hefur yfir milljón sýrlenskra flóttamanna farið yfir landamærin til Tyrklands. Þarlend stjórnvöld hafa átt í miklum vandræðum með að koma öllu þessu fólki til aðstoðar.  

Sýrlenskir Kúrdar sem hafa flúið átökin í heimalandinu hafa farið …
Sýrlenskir Kúrdar sem hafa flúið átökin í heimalandinu hafa farið yfir landamærin til Tyrklands. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert