Dró hundinn á eftir bílnum

Hundurinn dróst eftir bílnum um fjölfarna götu.
Hundurinn dróst eftir bílnum um fjölfarna götu.

Myndskeið af því þegar hundur er dreginn á eftir bíl í Kína hefur vakið gríðarlega hörð viðbrögð. 

Myndir og myndskeið, sem þeir sem voru í nálægum bílum tóku, hafa birst á netinu. Á þeim sést hundurinn bundinn aftan í svörtum bíl og hann dreginn eftir fjölfarinni götu.

Hundurinn virðist ekki getað haldið í við bílinn og því dregst hann á eftir honum. Dýrinu blæðir.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli og hneykslan á samfélagsmiðlum og var m.a. bílnúmerið birt þar. Eigandi bílsins fannst því flótt og var nafni hans, símanúmeri og heimilisfangi í kjölfarið dreift í netheimum. Einnig kennitölu hans.

Sky fréttastofan segir að maðurinn hafi komið í viðtal á kínverskri sjónvarpsstöð þar sem hann segir að hundurinn hafi átt að vera varðhundur við verksmiðju hans. „Ég bið fólk að hætta að að dreifa þessu á netinu, ég gerði mistök, vinsamlega fyrirgefið mér,“ sagði hann m.a. í viðtalinu.

Maðurinn sagði að hundurinn hefði bitið og því hafi hann orðið að binda hann við bílinn. Hann hafi ætlað að losa sig við hann og m.a. verið ráðlagt að grýta hann, sem hann treysti sér ekki til. 

Frétt Sky um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert