Hálshjuggu franskan ferðamann

Herve Gourdel var rænt á sunnudag. Hann hefur nú verið …
Herve Gourdel var rænt á sunnudag. Hann hefur nú verið tekinn af lífi. AFP

Alsírskur hryðjuverkahópur hefur birt myndskeið þar sem virðist sem franskur ferðamaður,  Herve Gourdel, sé tekinn af lífi. Hópurinn tók Gourdel höndum á sunnudag. Á myndbandinu má sjá þegar hann er hálshöggvinn.

Hópurinn heitir  Jund al-Khilafa. Hann hafði í gær krafist þess að Frakkar hættu loftárásum á Írak innan sólarhrings. 

Gourdel var 55 ára.

Frakkar eru meðal þeirra sem taka nú þátt í árásum Bandaríkjanna á Írak og Sýrlandi í baráttunni gegn skæruliðasamtökunum Ríki íslams.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert