Hvorki samið né rökrætt við illsku

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti í dag heimsbyggðina til að leggja hönd á plóg í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kalla sig Ríki íslam, sem hann kallar „samtök dauðans“.

Obama lét ummælin falla í New York þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Á sama tíma hafa bandarískar herþotur gert fleiri loftárásir á skotmörk í Írak og í Sýrlandi sem tengjast samtökunum. 

Obama segir að hvorki sé hægt að rökræða né semja við „þessa tegund illsku“.

Hann sagði að yfir 40 ríki hefðu boðist til að taka þátt í bandalagi gegn Ríki íslam.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, á allsherjarþingi SÞ í New York …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, á allsherjarþingi SÞ í New York í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert