Hvetja til borgaralegrar óhlýðni

Fjöldi fólks kom saman í miðborg Hong Kong í kvöld.
Fjöldi fólks kom saman í miðborg Hong Kong í kvöld. XAUME OLLEROS

Leiðtogar mótmælendahreyfingarinnar í Hong Kong hafa hvatt íbúa borgarinnar til borgaralegrar óhlýðni. Þúsundir komu saman í kvöld fyrir utan höfuðstöðvar stjórnvalda í Hong Kong.

Mótmælendur eru að lýsa andúð sína á því að 60 mótmælendur voru handteknir í gær. Benny Tai, leiðtogi mótmælendahreyfingarinnar, hvatti íbúa borgarinnar til að stöðva allt athafnalíf í miðborg Hong Kong.

Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Stjórnvöld í Kína hafa leyft íbúum Hong Kong að halda lýðræðislegar kosningar árið 2017. Kínversk nefnd á hins vegar að velja þau nöfn sem fá að birtast á kjörseðlinum. Þetta fyrirkomulag sættir þorri íbúanna sig ekki við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert