Sökuð um að misfara með fé

Aleqa Hammond leiðir grænlensku landstjórnina.
Aleqa Hammond leiðir grænlensku landstjórnina. Morgunblaðið/RAX

Aleqa Hammond, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, notaði yfir 100 þúsund danskar krónur (rúmlega tvær milljónir króna) af opinberu fé í eigin þágu. Peningana notaði hún m.a. í að greiða fyrir flugmiða og hótelgistingu fyrir fjölskyldu sína.

Sagt var frá þessu í fjölmiðlum í Grænlandi í gær. Reikningarnir sem landsstjórnin greiddi var fyrir flugmiða, hótelgistingu, veitingahús og minibar.

Hammond hefur gefið þá skýringu að hún hafi beðið embættismenn í ráðuneytinu að panta ferð fyrir sig og fjölskylduna, en fyrir mistök hafi kostnaður við ferð fjölskyldunnar verði greiddur af landsstjórninni um leið og hennar ferðakostnaður var greiddur. Hún hafi þegar endurgreitt þessa fjármuni.

Í frétt KNR segir að fleiri reikningar frá þessu og síðasta ári séu hins vegar inn í þeirri upphæð sem Hammond er sökuð um að hafa látið landsstjórnina greiða.

Árið 1994 starfaði Hammond á skrifstofu ferðamála í Grænlandi, en hún greiddi þá hótelreikning með korti sem hún mátti ekki nota. Hún var árið 1996 fundin sek um að misfara með opinbert fé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert