Lavrov kallar eftir bættum samskiptum

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, seg­ir tíma­bært að bæta sam­skipti Rúss­lands og Banda­ríkj­anna, en hann seg­ir að rík­i­s­tjórn Obama Banda­ríkja­for­seta beri ábyrgð þeim slæmu sam­skipt­um sem eigi sér stað í dag. Lavr­ov kall­ar eft­ir „end­urstill­ingu 2,0“.

Hann var ráðherra þegar sam­skipt­in voru „end­urstillt“ árið 2010. Lavr­ov seg­ir að nú­ver­andi stjórn Banda­ríkj­anna hafi framið skemmd­ar­verk á sam­skipt­um þjóðanna. 

„Það er al­gjör­lega í okk­ar þágu að bæta tengsl­in en við eyðilögðum þau ekki,“ sagði Lavr­ov í sam­tali við rúss­neska frétta­stöð. 

Banda­rík­in fóru fyr­ir ríkj­um sem beittu Rússa refsiaðgerðum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu, en Rússa inn­limuðu Krím fyrr á þessu ári og þá eru þeir sakaðir um að styðja við bakið á aðskilnaðar­sinn­um í aust­ur­hluta lands­ins. Rúss­ar neita þess­ari ásök­un. 

Þá eru Rúss­ar á önd­verðum meiði en Vest­ur­veld­in hvað varðar stöðu mála í Sýr­landi. 

Í júní árið 2010 staðfesti Obama end­ur­bætt sam­skipti Rússa og Banda­ríkja­manna á leiðtoga­fundi þegar þáver­andi for­seti Rúss­lands, Dimítrí Med­vev, heim­sótti Hvíta húsið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert