Þjóðfylkingin fékk tvo í öldungadeild

Hægri­menn hafa náð meiri­hluta í efri deild franska þings­ins, aðeins þrem­ur árum eft­ir að vinstri­flokk­ar náðu í fyrsta sinn hrein­um meiri­hluta í öld­unga­deild­inni. Niðurstaðan er sögð vera áfall fyr­ir Hollande Frakk­lands­for­seta.

Hægri­flokk­ur­inn UMP, flokk­ur Nicolas Sar­kozy, for­vera Hollande í embætti for­seta, og banda­menn í miðflokkn­um UDI hlutu 188 sæti í öld­unga­deild­inni. Það er 13 sæt­um um­fram það sem þarf til að ná hrein­um meiri­hluta.

Þjóðfylk­ing­in, sem hef­ur verið tal­inn vera hægri öfga­flokk­ur, þó svo að Mar­ine le Pen, leiðtogi flokks­ins sé því mót­fall­in, hef­ur í fyrsta sinn fengið menn kjörna í efri deild þings­ins. Þeir fengu tvo menn kjörna. Le Pen seg­ir þetta vera sögu­leg­an sig­ur.

„Þetta er í fyrsta sem við komust í öld­unga­deild­ina og það ger­ist á góðan hátt, með tvo öld­unga­deild­arþing­menn,“ sagði hún.

Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur Þjóðfylk­ing­in verið að sækja í sig veðrið, m.a. með góðum ár­angri í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um og kosn­ing­um til Evr­ópuþings­ins. Flokk­ur­inn er aft­ur á móti mjög um­deild­ur, en hann vill meðal ann­ars sporna gegn inn­flytj­enda­straumi til lands­ins. Þá er flokk­ur­inn and­snú­inn Evr­ópu­sam­band­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert