Tyrkir banna húðflúr í skólum

AFP

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna nemendum í skólum að vera með húðflúr eða líkamsgöt.

Bannið kveður einnig á um að bannað sé að lita á sér hárið og ganga um með andlitsfarða. Þá er strákum óheimilt að vera með skegg.

Formaður samtakanna Egitim Is education segir bannið vera óraunhæft þar sem ekki sé hægt að fjarlægja húðflúr líkt og líkamshringi.

 „Ætla þeir að rífa húðina af þeim?“ spurði Veli Demir í viðtali við fréttasíðuna Radikal.

„Hvað mun verða um þá sem hafa nú þegar húðflúr? Þetta er ekki ákvörðun sem sanngjörn manneskja getur tekið. Þetta er ákvörðun sem er tekin í hugsunarleysi,“ bætti hann við.

Ismail Koncuk, formaður annarra stórra samtaka, Egitim Sen, var aftur á móti stuðningsríkari við nýja bannið og sagði að það yrði engin þörf á því að þeir krakkar sem með séu með húðflúr nú þegar þurfi að fara í aðgerð til að fjarlægja það.

Hann ýjaði að því að bannið myndi einungis ná til þeirra krakka sem vilji fá sér húðflúr eftir að bannið tekur gildi en viðurkenndi þó að það myndi skapast óvissa um það hvenær húðflúrið hafi verið gert. „Í slíkum tilfellum verður skólinn að taka frumkvæði og hjálpa barninu.“

Sagði fótboltamanni að losa sig við húðflúrið

Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, hefur áður lýst yfir vanþóknun sinni á húðflúrum og komst hann í heimspressuna þegar hann sagði Berk Yidiz, leikmanns tyrkneska fótboltaliðsins Galatasary, að fjarlægja húðflúr af handlegg sínum.

„Hvað eru þessi húðflúr? Af hverju ertu að skaða líkama þinn? Sagði hann við Berk Yidiz.

„Ekki láta útlendinga hafa ykkur að fíflum. Þú gætir jafnvel fengið húðkrabbamein í framtíðinni,“ sagði Erdogan.

Tayyip Erdogan
Tayyip Erdogan AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert