Ruddist langt inn í Hvíta húsið

Staðið vörð við norðurinngang Hvíta hússins.
Staðið vörð við norðurinngang Hvíta hússins. AFP

Maður­inn sem stökk yfir ör­ygg­is­girðing­una sem um­lyk­ur Hvíta húsið komst mun lengra inn í hús Banda­ríkja­for­seta en greint var frá í fyrstu. Sæt­ir nú banda­ríska leyniþjón­ust­an mik­ill­ar gagn­rýni eft­ir at­vikið.

Fram kem­ur á vefsíðu New York Times að maður­inn, sem heit­ir Omar J. Gonza­lez, hafi náð að yf­ir­buga kven­kyns leyniþjón­ustu­mann við norður­inn­gang Hvíta húss­ins og þannig rutt sér leið inn í hús for­set­ans.

Hljóp Gonza­lez því næst inn í hið svo­kallaða aust­ur-her­bergi Hvíta húss­ins áleiðis í átt að græna-her­berg­inu. Áður en hon­um tókst það var hann hins veg­ar stöðvaður af leyniþjón­ustu­mönn­um. Í fyrstu var greint frá því að Gonza­lez hafi ein­ung­is náð að stíga fæti inn í norður­inn­gang húss­ins áður en hann var yf­ir­bugaður.

Ekki er vitað hvað hon­um gekk til með inn­brot­inu, en vegna at­b­urðar­ins þurfti að rýma húsið af ör­ygg­is­ástæðum. Það er afar sjald­an gert. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti var ekki heima þegar at­vikið átti sér stað. 

Frétt mbl.is: Komst lang­leiðina inn í Hvíta húsið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: USA
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert