Um helmingur ellilífeyrisþega heimsins fær engan ellilífeyri. Þeir sem eru í hópi þeirra sem fá lífeyri fá margir hverjir lága upphæð.
Meirihluti eldri borgara í heiminum býr því ekki við fjárhagslegan stöðugleika. Þetta kemur fram nýrri rannsókn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO).
Fólkið, sem hefur margt unnið hörðum höndum allt sitt líf, hefur því ef til vill ekki möguleika á því að hvíla sig þegar árin færast yfir heldur þarf það að halda áfram að vinna.
Störfin eru oft illa borguð og unnin við vafasamar aðstæður, segir í skýrslunni. Litið var til 178 landa við vinnslu skýrslunnar.