Gýs Fuji næst?

Shinjuku hverfi Tókýóborgar. Í baksýn sést glitta í Mount Fuji.
Shinjuku hverfi Tókýóborgar. Í baksýn sést glitta í Mount Fuji. Ljósmynd/Wikipedia

Eld­gosið í Onta­ke fjalli í Jap­an hef­ur vakið upp ótta gagn­vart því að eitt af hinum 110 virku eld­fjöll­unum­lands­ins taki upp á því að gjósa fyr­ir­vara­laust. Sam­kvæmt The Tel­egraph telja eld­fjalla­sér­fræðing­ar að hugs­an­lega sé vand­ræða að vænta frá Fuji fjalli (e. Mount Fuji).

Fuji fjall, eitt þekkt­asta kenni­leiti Jap­an, er að finna á lista Japönsku Veður­stof­unn­ar yfir þau 47 eld­fjöll sem mest hætta er á að gjósi. Fuji er aðeins 145 kíló­metra frá höfuðborg­inni Tókýó og því gæti stórt gos úr fjall­inu valdið mikl­um hörm­ung­um og eyðilegg­ingu. 

Í júlí síðastliðnum gáfu fransk­ir og jap­ansk­ir vís­inda­menn út skýrslu þar sem varað var við mikl­um þrýst­ingi við Fuji í kjöl­far jarðskjálft­ans í Tohoku árið 2011. Kom fram slík­an þrýst­ing mátti finna við fleiri eld­fjöll en að óvenju­leg­ustu jarðhrær­ing­arn­ar væri að finna við Fuji.

Fuji gaus síðast árið 1707, aðeins 49 dög­um eft­ir Hoei jarðskjálft­ann sem var 8,7 á richter. Þá gaus af svo mikl­um krafti að gló­andi hraun­mol­um ringdi yfir bæi við ræt­ur fjalls­ins og Tókýó varð hul­in ösku. 

Rann­sókn­ir hafa sýnt að lík­legt sé að jafn­vel meiri þrýst­ing­ur sé í kvikuþrónni und­ir fjall­inu nú en árið 1707 og í skýrslu á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar er varað við því að hátt í 750 þúsund manns gætu þurft að flýja heim­ili sín gjósi Fuji af sama krafti og þá. Talið er að marg­ar af bygg­ing­um Tókýó myndu ekki þola ösk­una og falla sam­an vegna þyngsl­anna. Einnig er varað við því að sam­göng­ur með lest­um frá Tókýó til Nagoya, Osaka og vest­ur­hluta Jap­ans myndu lam­ast  vegna hraun­flæðis og eins myndi aska hafa áhrif á flug­sam­göng­ur.

Jap­ansk­ir vís­inda­menn segja enga leið að vita hvenær og hvort fjallið gjósi þrátt fyr­ir náið eft­ir­lit og raun­ar gæti það gerst án viðvör­unn­ar. Sú var raun­in með eld­gosið í Ota­ke sem hef­ur hirt meira en 40 manns­líf en enn á eft­ir að staðfesta tölu lát­inna.

Onta­ke gýs í Jap­an

„Við gát­um ekki andað“

Tala lát­inna kom­in í 43

Aska stýgur upp frá Mount Ontake.
Aska stýg­ur upp frá Mount Onta­ke. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert