Myndband sem virðist sýna meðlimi ISIS hryðjuverkasamtakana hálshöggva breska leigubílsstjórann Alan Henning hefur verið birt á veraldarvefnum.
Henning var rænt í desember þegar hann var að flytja hjálpargögn til Sýrlands og hefur hann verið gísl ISIS síðan.
ISIS hafði hótað að myrða Henning í myndbandi sem sýndi morðið á öðrum breskum gísl, David Haines, og birt var í síðasta mánuði.
Áður hefur ISIS einnig birt myndbönd sem virðast sýna meðlimi ISIS afhöfða tvo bandaríska blaðamenn, þá James Foley og Steven Sotloff.