Breskur gísl hálshöggvinn

Alan Henning í myndbandinu þar sem honum var hótað lífláti.
Alan Henning í myndbandinu þar sem honum var hótað lífláti. AFP

Myndband sem virðist sýna meðlimi ISIS hryðjuverkasamtakana hálshöggva breska leigubílsstjórann Alan Henning hefur verið birt á veraldarvefnum.

Henning var rænt í desember þegar hann var að flytja hjálpargögn til Sýrlands og hefur hann verið gísl ISIS síðan.

ISIS hafði hótað að myrða Henning í myndbandi sem sýndi morðið á öðrum breskum gísl, David Haines, og birt var í síðasta mánuði.

Áður hefur ISIS einnig birt myndbönd sem virðast sýna meðlimi ISIS afhöfða tvo bandaríska blaðamenn, þá James Foley og Steven Sotloff.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert