Rob Ford: „Ég á helmings lífslíkur“

Rob Ford, hinn umdeildi borgarstjóri Toronto.
Rob Ford, hinn umdeildi borgarstjóri Toronto. Mynd/AFP

Rob Ford, hinn um­deildi borg­ar­stjóri Toronto-borg­ar í Kan­ada, seg­ir lækna hafa greint hon­um frá því að hann eigi aðeins helm­ings lífs­lík­ur eft­ir að hann greind­ist með mjúkvefja­æxli í mag­an­um. 

Ford hef­ur neitað að segja af sér sem borg­ar­stjóri þrátt fyr­ir veik­ind­in og ýmis vafa­söm mál sem upp hafa komið. Meðal ann­ars hef­ur hann viður­kennt að hafa reykt krakk og fór hann í kjöl­farið í meðferð gegn eit­ur­lyfjafíkn. 

Í kjöl­far veik­ind­anna ákvað hann þó að hætta við að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í Toronto nú í októ­ber. Þess í stað ákvað bróðir hans, Doug Ford sem einnig sit­ur í borg­ar­stjórn, að bjóða sig fram í hans stað. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert