30 féllu í árás Ríkis íslams

Kúrdi sparkar reyksprengju skammt frá Kobane í Sýrlandi.
Kúrdi sparkar reyksprengju skammt frá Kobane í Sýrlandi. AFP

Að minnsta kosti þrjátíu kúrdískir hermenn féllu er tvær öflugar bílsprengjur sprungu í bænum Hasakeh í norðausturhluta Sýrlands.

Skæruliðar Ríkis íslams bera ábyrgð á sprengingunum. Þeim var komið fyrir í tveimur vörubílum. 

Sprengjurnar sprungu skammt frá þjálfunarbúðum Kúrda. 

Skæruliðar Ríkis íslams sækja nú af hörku að kúrdísku borginni Kobane, skammt frá landamærunum að Tyrklandi. Þeir hafa frá því um miðjan september reynt að ná yfirráðum í bænum. Nái þeir þar völdum hafa þeir yfirráð yfir bæjum og borgum við landamærin að Tyrklandi á stóru svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert