Fyrsta ebólu-smitið í Evrópu

AFP

Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi í Madrid, höfuðborg Spánar, hefur greinst með ebólu samkvæmt frétt AFP en tveir sjúklingar  sem fengið höfðu sjúkdóminn í Afríku voru meðhöndlaðir á sjúkrahúsinu. Þeir létu báðir lífið.

Talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem einstaklingur smitast af ebólu í Evrópu.

Fram kemur í fréttinni að hjúkrunarfræðingurinn hafi annast sjúklingana tvo en þeir voru voru spænskir trúboðar sem smitast höfðu við störf sín í Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert