Örlög Kobane sama og ráðin

Örlög sýr­lenska bæj­ar­ins Kobane eru sama og ráðin vegna skorts á sam­ræm­ingu aðgerða kúr­dískra her­sveita á jörðu niðri og herflug­véla Banda­ríkja­manna og banda­manna þeirra sem og vilja­leysi Tyrkja til þess að beita her sín­um gegn liðsmönn­um Rík­is íslams. Þetta er haft eft­ir hernaðarsér­fræðing­um í frétt AFP í dag.

Her­menn Kúrda hafa varið Kobane að und­an­farn­ar þrjár vik­ur fyr­ir ít­rekuðum árás­um liðsmanna Rík­is íslams en bær­inn er við landa­mæri Sýr­lands að Tyrklandi. Flest­ir íbú­ar bæj­ar­ins eru Kúr­d­ar en marg­ir þeirra hafa þegar flúið yfir landa­mær­in til Tyrk­lands.  Haft er eft­ir Mario Abou Zeid hjá Car­negie Middle East Center að í raun sé orðið of seint að bjarga bæn­um frá því að falla und­ir yf­ir­ráð íslam­ista.

Zeid seg­ir ör­lög Kobane enn eina sönn­un þess að loft­árás­ir Banda­ríkja­manna og fleiri ríkja á sveit­ir Rík­is íslams hafi ekki náð að stöðva fram­rás þeirra að neinu marki. Kúr­d­ar hafa kallað eft­ir meiri alþjóðlegri aðstoð og hafa Banda­rík­in og banda­menn þeirra auk Tyrk­lands verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að stöðva ekki árás Rík­is íslams.

Eina leiðin að beita her­sveit­um á jörðu niðri

Fram kem­ur í frétt AFP að sér­fræðing­ar séu sam­mála um að án sam­starfs á milli her­sveita á jörðu niðri og herflug­vél­anna sem gera loft­árás­ir séu litl­ar lík­ur á að Banda­ríkja­menn og banda­menn þeirra geti stöðvar fram­rás íslam­ista. Michael Cl­ar­ke, fram­kvæmda­stjóri Royal United Services Institu­te, seg­ir að loft­árás­irn­ar hafi heft ferðaf­relsi liðsmanna Rík­is íslams og neytt þá til þess að breyta um aðferðafræði en þær gætu ekki brotið sam­tök­in á bak aft­ur.

„Eina leiðin til þess að eyða Ríki Íslams er að beita sam­bæri­leg­um her­sveit­um á jörðu niðri,“ seg­ir Cl­ar­ke. Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að eft­ir að íslam­ist­ar hafi kom­ist inn í aust­ur­hluta Kobane sé nán­ast úti­lokað að beita loft­árás­um vegna hættu á því að óbreytt­ir borg­ar­ar láti lífið. Cl­ar­ke seg­ir að eina mögu­lega leiðin til þess að bjarga Kobane sé að senda snar­lega þunga­vopn til Kúrda í borg­inni eða að Tyrk­ir beiti skriðdreka­sveit­um sín­um sem staðsett­ar séu við landa­mær­in.

„Frá hernaðarlegu sjón­ar­horni eru her­sveit­ir Tyrkja vel fær­ar um að reka liðsmenn Rík­is íslams út úr Kobane ef ákveðið verður að senda þær yfir landa­mær­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert