Vilja banna vændiskaup utan Svíþjóðar

Vændiskaup voru gerð ólögleg í Svíþjóð fyrir 15 árum.
Vændiskaup voru gerð ólögleg í Svíþjóð fyrir 15 árum. AFP

Ný sam­steypu­stjórn í Svíþjóð kann­ar nú mögu­leika á því að banna Sví­um að nýta sér vænd­isþjón­ustu er­lend­is. Fyr­ir þing­inu ligg­ur frum­varp þess efn­is en það þykir afar um­deilt. 

Sam­kvæmt sænsk­um lög­um eru leyfi­legt að bjóða fram vænd­isþjón­ustu en ólög­legt að kaupa hana. Sænska lög­regl­an seg­ir að þeim sem starfi í vænd­isiðnaði hafi fækkað um tvo þriðju­hluta frá því lög­in voru kynnt fyr­ir um 15 árum síðan.

Græn­ir sósí­al­demó­krat­ar standa fyr­ir frum­varp­inu, sem bann­ar fólki að nýta sér vænd­isþjón­ustu er­lend­is. At­kvæðagreiðsla um málið fer fram á sænska þing­inu í dag.

Málið hef­ur vakið and­stöðu hjá flokk­um á miðju og á hægri væng stjórn­mál­anna í Svíþjóð. Telja þeir að kröft­um lög­reglu sé bet­ur varið við annað en að hafa uppi á þeim sem nýta sér vænd­isþjón­ustu er­lend­is.

Rich­ard Joms­hof talsmaður sænskra demó­krata seg­ir að flokk­ur hans geti ekki stutt frum­varpið. „Jafn­vel þó við séum á móti því að fólk kaupi kyn­líf í Svíþjóð, þá er það ekki það sama og að hafa af­skipti af lög­gjöf annarra landa,” seg­ir Joms­hof.  

Hafa sum­ir bent á að verið væri að setja slæmt for­dæmi með því að refsa fólki fyr­ir eitt­hvað sem er lög­legt í einu landi en ekki í öðru. „Það væri hræðilegt til þess að vita ef fólki væri t.a.m. refsað ann­ars staðar fyr­ir að eiga í sam­kyn­hneigðu sam­bandi í Svíþjóð,” seg­ir Be­atrice Ask talsmaður hóf­samra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert