Vilja banna vændiskaup utan Svíþjóðar

Vændiskaup voru gerð ólögleg í Svíþjóð fyrir 15 árum.
Vændiskaup voru gerð ólögleg í Svíþjóð fyrir 15 árum. AFP

Ný samsteypustjórn í Svíþjóð kannar nú möguleika á því að banna Svíum að nýta sér vændisþjónustu erlendis. Fyrir þinginu liggur frumvarp þess efnis en það þykir afar umdeilt. 

Samkvæmt sænskum lögum eru leyfilegt að bjóða fram vændisþjónustu en ólöglegt að kaupa hana. Sænska lögreglan segir að þeim sem starfi í vændisiðnaði hafi fækkað um tvo þriðjuhluta frá því lögin voru kynnt fyrir um 15 árum síðan.

Grænir sósíaldemókratar standa fyrir frumvarpinu, sem bannar fólki að nýta sér vændisþjónustu erlendis. Atkvæðagreiðsla um málið fer fram á sænska þinginu í dag.

Málið hefur vakið andstöðu hjá flokkum á miðju og á hægri væng stjórnmálanna í Svíþjóð. Telja þeir að kröftum lögreglu sé betur varið við annað en að hafa uppi á þeim sem nýta sér vændisþjónustu erlendis.

Richard Jomshof talsmaður sænskra demókrata segir að flokkur hans geti ekki stutt frumvarpið. „Jafnvel þó við séum á móti því að fólk kaupi kynlíf í Svíþjóð, þá er það ekki það sama og að hafa afskipti af löggjöf annarra landa,” segir Jomshof.  

Hafa sumir bent á að verið væri að setja slæmt fordæmi með því að refsa fólki fyrir eitthvað sem er löglegt í einu landi en ekki í öðru. „Það væri hræðilegt til þess að vita ef fólki væri t.a.m. refsað annars staðar fyrir að eiga í samkynhneigðu sambandi í Svíþjóð,” segir Beatrice Ask talsmaður hófsamra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert