Mótmæla Brussel með bleyju

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur í hyggju að setja reglur um það hvar kýr megi skíta en samkvæmt fyrirhuguðum reglum verður þeim óheimilt að gera slíkt á landsvæði með meira en 15 gráðu halla. Markmiðið er að koma í veg fyrir að grunnvatn mengist.

Fram kemur í frétt Thelocal.de að Bændasamtök Bæjaralands í Þýskalandi hafi harðlega mótmælt þessum fyrirhuguðum reglum ESB og krafist þess að þýsk stjórnvöld beiti sér gegn því að þær taki gildi. Haft er eftir Anton Kreitmair hjá samtökunum að kúamykja sé ekki mengunarvaldur heldur verðmætur áburður.

Táknræn mótmæli fóru fram gegn fyrirhugaðri lagasetningu í gær á sveitabýli bóndans Johanns Huber þar sem kýrin Doris var sett í bleyju úr plasti. Henni var síðan ásamt öðrum kúm beitt á landsvæði sem yrði ólögmætt tækju reglurnar gildi. Fram kemur í fréttinni að reglurnar þýddu að sveitabýli í alpahéruðum Bæjaralands gætu ekki haldið kýr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert