Mikhail Gorbatjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, liggur nú á sjúkrahúsi. Samkvæmt frétt The Independent berst hann nú fyrir lífi sínu.
Gorbatjov hefur getað tjáð sig við fjölmiðla frá spítalanum. „Þú þekkir mig. Ég mun berjast fyrir lífi mínu,“ sagði hann m.a. við fjölmiðillinn Interfax.
Gorbatjovþurfti að neita orðrómum þess efnis að hann væri látinn á síðasta ári. Þá höfðu falskar fréttir um dauða hans birst í fjölmiðlinum Ria Novosti. Síðar viðurkenndi fjölmiðillinn að brotist hafði verið inn í tölvukerfi þeirra.
Gorbatjov var áttundi og jafnframt síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann hefur gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands og utanríkisstefnu hans harðlega undanfarin ár.
Talið er að Gorbatjov þjáist af sykursýki. Hann er 83 ára gamall.