100 þúsund Snapchat myndum lekið

AFP

Að minnsta kosti 100 þúsund myndir, sendar með snjallsímaforritinu Snapchat, komust í hendur tölvuþrjóta sem hafa lekið þeim á netið. Þar á meðal eru nektarmyndir af notendum undir lögaldri. Þetta kemur fram í frétt Business Insider.

Snapchat nýt­ur mik­ill­ar hylli meðal ungs fólks en for­ritið, sem send­ir mynd­ir og mynd­skeið, var kynnt til sög­unn­ar í sept­em­ber 2011. Það voru nem­end­ur við Stan­ford há­skóla sem hönnuðu appið en skila­boð, texti og mynd­ir, sem send eru með Snapchat hverfa nokkr­um sek­únd­um eft­ir að þau eru skoðuð.

Í fréttinni kemur fram að tölvuþrjótarnir séu búnir að safna myndunum um nokkurra ára skeið, en þeir notuðust við forrit sem gerði þeim kleift að safna öllum myndum og myndböndum sem send voru í gegnum forritið. Myndunum var lekið á síðuna 4chan á fimmtudagskvöld, og hefur lekinn verið nefndur „The Snappening.“ 

Myndirnar voru seinna fjarlægðar af 4chan, en margir notendur síðunnar höfðu þegar sótt þær. Vinna þeir að því núna að útbúa til gagnagrunn þar sem hægt er að leita í stolnu myndunum með Snapchat-notendanafni. Lekinn er mun stærri en þegar nektarmyndum af frægum leikkonum var lekið á netið í síðasta mánuði.

Frétt mbl.is: Lítið happ fyrir notendur Snapchat

Snapchat hefur tjáð sig um málið á Twitter, og segir ekki hafa verið brotist inn í þeirra kerfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert