Náðu að verjast árás á Kobane

Tyrkneskir hermenn sitja ofan á skriðdreka við borgina Kobane í …
Tyrkneskir hermenn sitja ofan á skriðdreka við borgina Kobane í Sýrlandi. Hart hefur verið barist á svæðinu undanfarna daga og hafa liðsmenn Ríkis íslam, umkringt bæinn. AFP

Kúrdískum hermönnum tókst í dag að verjast árás Ríkis íslam á bæinn Kobane í Sýrlandi við landamæri Sýrlands og Íraks. Ríki íslam gerði snögga árás, en þeir eru búnir að umkringja bæinn undanfarna daga. Eftir 90 mínútna bardaga hörfuðu liðsmenn Ríkis íslam í bili og íbúar geta andað léttar um stund.

Í gær kallaði Evrópusambandið eftir meiri samstöðu gegn Ríki íslam og benti á að staðan sé sérstaklega erfið í bænum Kobane. Þar óttast menn fjöldamorð á þeim 12 þúsundum óbreyttum borgurum sem þar búa. Ef Ríki íslam tekst að ná bænum, eru þeir einnig búnir að loka flestum flóttaleiðum til Tyrklands, og er það mjög alvarleg staða fyrir íbúa á svæðinu. Eins og staðan er í dag er aðeins ein þröng flóttaleið tiltæk. 

Þá hafa Bandaríkjamenn staðið fyrir flugárásum gegn skæruliðahreyfingunni í dag en þurftu að hætta tímabundið þar sem sandstormar gerðu þeim erfitt fyrir. 

Mannréttindastofnun sem fylgist með svæðinu í kringum Kobane telur að um 554 hafi látið lífið í árásum Ríkis íslam á borgina, 236 Kúrdar og 298 skæruliðar á vegum Ríkis íslam. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert