Breski sjálfstæðisflokkurinn með 25%

Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), til hægri ásamt Douglas …
Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), til hægri ásamt Douglas Carswell fyrsta kjörna þingmanni flokksins á breska þingið. AFP

Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) mælist með 25% fylgi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af fyrirtækinu Survation fyrir breska dagblaðið Mail on Sunday. Könnunin var gerð í kjölfar þess að flokkurinn fékk fyrsta þingmann sinn kjörinn á breska þingið í kjördæminu Clacton fyrir helgi. Önnur könnun fyrir breska dagblaðið Observer sýndi Breska sjálfstæðisflokkinn með 17%.

Undanfarna mánuði hefur Breski sjálfstæðisflokkurinn mælst með í kringum 14% fylgi samkvæmt skoðanakönnunum en meginstefnumál hans er að Bretland segi skilið við Evrópusambandið. Þá leggur hann einnig áherslu á hertari innflytjendalöggjöf. Einkum gagnvart öðrum ríkjum sambandsins. Flokkurinn hefur um árabil haft þingmenn á Evrópuþinginu og fékk flesta fulltrúa kjörna á þingið af breskum stjórnmálaflokkum síðastliðið vor.

Breski Íhaldsflokkurinn og og Verkamannaflokkurinn mælast með jafnmikið fylgi samkvæmt skoðanakönnuninni fyrir Mail on Sunday eða 31%. Frjálslyndir demókratar, sem verið hafa þriðji stærsti flokkur Bretlands undanfarna áratugi og myndar núverandi ríkisstjórn landsins ásamt íhaldsmönnu, mælist með 8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka