Fjölgun meðal rotta í New York

Rotta á Laugavegi.
Rotta á Laugavegi. Morgunblaðið/Arnaldur

Nú hefur það verið staðfest að rottur í New York borg eru stöðugt að fjölga sér. Samkvæmt nýrri skýrslu jukust kvartanir vegna nagdýra í borginni um rúmlega 10% á síðasta ári.

Samkvæmt skýrslu sem fjármálastjóri New York, Scott Stringer, birti um helgina fékk borgin 24.586 kvartanir í tölvupósti og síma árið 2013 vegna nagdýra. Var það aukning um rúmlega 2.000 kvartanir frá árinu á undan. 

Rottur eru algeng sjón í New York. Þær sjást reglulega við neðanjarðarlestarteina borgarinnar og í ruslatunnum. 

Samkvæmt frétt AFP hefur heilbrigðiseftirlit borgarinnar verið gagnrýnt fyrir að fylgja ekki eftir kvörtunum. Samkvæmt skýrslunni höfðu  24% kvartananna ekki verið rannsakaðar tíu dögum eftir að þær bárust. Í 160 tilvikum var ekkert sem benti til þess að rannsókn hefði yfirhöfuð átt sér stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert