Kim Jong-un kominn í leitirnar?

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er ekki lengur „týndur“ en hann hefur nú komið fram opinberlega í fyrsta skipti síðan 3. september sl.

BBC, breska ríkisútvarpið, hefur eftir fréttamiðlum í Norður-Kóreu að hann hafi skoðað nýtt húsnæði fyrir vísindamenn í dag.

Ræðismaður Norður-Kóreu í London sagði í samtali við BBC í gær að Kim væri við góða heilsu. Fjarvera leiðtogans hefur vakið athygli og veltu margir fyrir sér hvar hann væri niðurkominn.

Frétt BBC 

Frétt mbl.is:

Hvar er Kim Jong-un? 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert