13 ára svört stúlka einn áhrifamesti unglingurinn

Mo'ne er ein áhrifamesta íþróttakona Bandaríkjanna. Hún er þrettán ára.
Mo'ne er ein áhrifamesta íþróttakona Bandaríkjanna. Hún er þrettán ára.

13 ára svört stúlka er einn áhrifamesti unglingur heims þetta árið, að mati Time-tímaritsins. Dætur Obama eru einnig á listanum sem og Jenner-systur, þær Kylie og Kendall.

Það er ekki á hverjum degi sem svört íþróttakona er á forsíðu Sports Illustrated, hvað þá þrettán ára. Mo'ne Davis er hafnaboltastjarna í heimalandinu, Bandaríkjunum. Hún var á forsíðu Sports Illustrated í ágúst. Stúlkan er talin ein helsta fyrirmynd jafnaldra sinna í íþróttaheiminum í dag.

Á listanum má einnig finna tónlistarkonuna Lordi og kokkinn kornunga Flynn McGarry. Sá er aðeins fimmtán ára.

Listi Time í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka